Fermingar

Nauthóll býður til leigu glæsilegan veislusal sem hentar frábærlega fyrir fermingar. Salurinn er við rætur Öskjuhlíðar og skartar óviðjafnanlegu útsýni yfir hafið.

Úrvalslið matreiðslu- og framreiðslumanna okkar sér um að gera viðburðinn þinn ógleymanlegan!

Salurinn rúmar vel 110 gesti til borðs. Boðið er upp á að koma með eigin skreytingar og kökur í samráði við starfsfólk. Einnig er hægt að panta skreytingar og kökur hjá okkur.

Salurinn er mjög vel tækjum búinn. Þar er til að mynda gott fundarhljóðkerfi, púlt og skjávarpi auk þess sem lýsingin er sérlega vönduð og býður upp á mikla möguleika.

Myndir úr salnum

Matseðill

FERMINGAR

Smáréttir

 • Grafið nautafillet með grófkornasinnepsdressingu
 • Kartöflu og beikonsalat með sólselju
 • Blandað brauð
 • Hráskinka, melóna, jómfrúarolía og nýrifinn parmesan
 • Kjúklingaspjót
 • Nautaspjót með ristuðum hnetum og fræjum
 • Risarækjur í kókoshjúp með chilimajónesi
 • Litlar pizza sneiðar
 • Blómkáls “hot wings” með kóreskri BBQ (V)
 • Salat með grilluðum kirsuberjatómötum, melónu og ostum
 • BBQ svínasíða með maís-salsa

Aðalréttir
val um eftirfarandi

Glóðarsteikt lambalæri með timian og hvítlauk

Grilluð kalkúnabringa

Hunangs- og sinnepsgljáður svínahryggur

Ofnbakaðar gulrætur og kartöflur með hvítlauk og rósmarín

Sveppakremssósa

 

Salarleiga 45.000 kr.

Lágmarksfjöldi 50 manns

Smáréttir

 • Eggjahræra, beikon
 • Pönnukökur og hlynsíróp
 • Tómat- og spínat eggjakaka
 • Litlar pizza sneiðar
 • Nýbakaðir brauðhleifar og smjör
 • Reyktur lax með sinnepsdressingu
 • Tómatur, agúrka, vatnsmelóna
 • Kartöflu- og beikonsalat með dilli
 • Rauðrófusalat með geitaosti og valhnetum
 • Hunangsmelóna og ananas
 • Salat með kirsuberjatómötum, melónu og ostum
 • Blómkáls “hot wings” með kóreskri BBQ (V)

Aðalréttur
Val um eftirfarandi

 • Kryddbakaður kalkúnn
 • Glóðarsteikt lambalæri
 • Ristað rótargrænmeti
 • Ofnbakaðir kartöflubátar
 • Villisveppasósa

Salarleiga 45.000Kr. —  Lágmarksfjöldi 50 manns