Jólin eru á næsta leiti og er jólastemmningin á Nauthól sem engu lík.
Í okkar fallega umhverfi við Nauthólsvík munu glitrandi jólatré og seríur skína sínu skærasta um miðjan nóvember og þá verður hægt að fara panta jólin heim með veisluréttum frá Nauthól. Jólin heim verða í boði alla daga fram að jólum.
Jólailmurinn mætir svo í hús 19 nóvember en þá verður hægt að velja um 3ja rétta jólaveislu í hádeginu og 4ra rétta á kvöldin.
allt frá tveggja manna borðum og upp í fjölmenna hópa.
Jólabrunchinn mætir svo í hús laugardaginn 21. nóvember með sínum herlegheitum og verður í boði alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum.
Hefðbundnir jólaréttir í bland við framandi nýjungar skarta jólaveislu og jólabrunch Nauthóls í ár og sjá matreiðslumenn okkar til þess að
maturinn sé í hæsta gæðaflokki.