Jólin á Nauthól

Jólin eru á næsta leiti og er jólastemmningin á Nauthól sem engu lík. Í okkar fallega umhverfi við Nauthólsvík munu glitrandi jólatré og seríur skína sínu skærasta um hátíðarnar. Nú þegar er hægt að panta borð í okkar rómuðu jólaveislu sem hefst þann 24. nóvember.

Hægt er að velja um 3ja rétta jólaveislu í hádeginu og 4ra rétta á kvöldin.
Hvor seðill fyrir sig verður einnig í boði í vegan útfærslu

Hefðbundnir jólaréttir í bland við framandi nýjungar skarta jólaveislu Nauthóls í ár og sjá matreiðslumenn okkar til þess að maturinn sé í hæsta gæðaflokki.

Jólastemming

Matseðlar

JÓLIN Á NAUTHÓL